Selfosssigur á KA/Þór

Selfosssigur á KA/Þór

Selfoss mætti KA/Þór í öðrum leik sínum í Olísdeild kvenna í dag. Jafnt var á tölum framan af en að loknum 15 mínútum var Selfoss komið með 8-5 forskot sem þær létu ekki af hendi allan leikinn. Stelpurnar voru að spila fantagóða vörn og voru að auki hugmyndaríkar í sóknarleik sínum og litu mörg gullfalleg mörk dagsins ljós. Lokastaða 29-19.

Vel var að auki mætt í íþróttahús Vallaskóla í dag og voru áhorfendur um 300 talsins sem skemmtu sér ágætlega.

Markaskorun Selfoss:
Carmen 7
Adina 7
Hrafnhildur Hanna 5
Perla Rut 4
Kara Rún 3
Sigrún 3

Markvarsla:
Áslaug Ýr – fyrri hálfleikur 40%
Katrín Ósk – seinni hálfleikur 50%

MM