Selfossstelpur hlutu bronsverðlaun

Selfossstelpur hlutu bronsverðlaun

Ragnarsmóti kvenna, hinu fyrsta, lauk í gær.

Það voru 6 lið sem tóku þátt.  Fram og Grótta spiluðu til úrslita og þar höfðu Framstúlkur 19-13 sigur.

Lið Selfoss stóð sig afskaplega vel, unnu öruggan 28-20 sigur á HK, töpuðu síðan með einu marki 29-30 fyrir sigurvegurum mótsins.

Selfossstelpurnar léku síðan við ÍBV um 3.sætið og höfðu mjög góðan 33-30 sigur á Eyjapæjum.

Verður óneitanlega gaman að sjá til liðsins í vetur en þær hafa lagt gríðarlega mikið á sig á undirbúningstímabilinu og líta skrambi vel út.

MM