Selfyssingar á landsliðsæfingum

Selfyssingar á landsliðsæfingum

Haukur Þrastarson skoraði sjö mörk úr sjö skotum og var markahæstur hjá U-16 ára landsliði Íslands sem tók á móti 18 ára liði Grænlands um helgina.

Þá tók Elvar Örn Jónsson þátt í æfingum U-20 landsliðsins og Teitur Örn Einarsson hjá U 18 ára liðinu en þar voru einnig Selfyssingarnir Örn Östenberg og Bjarni Ófeigur Valdimarsson.

Það var Örn Þrastarson sem smellti mynd af bróður sínum að loknum leik gegn Grænlendingum.