Selfyssingar efnilegastir og bestir

Selfyssingar efnilegastir og bestir

Fjórir Selfyssingar voru verðlaunaðir á lokahófi HSÍ um seinustu helgi. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í Olís-deildinni og jafnframt valin sóknarmaður ársins. Teitur Örn Einarsson var valinn efnilegasti leikmaður 1. deildarinnar. Þá var Janus Daði Smárason, leikmaður Íslandsmeistara Hauka, valinn besti leikmaður Íslandsmótsins og Ómar Ingi Magnússon, leikmaður Vals, valinn efnilegasti leikmaður Olís-deildarinnar.

Sjá nánar í frétt á vef Sunnlenska.is.

F.v. Janus Daði, Hrafnhildur Hanna, Teitur Örn og Ómar Ingi á lokahófi HSÍ.
Ljósmynd: HSÍ