Selfyssingar fyrir Ísland

Selfyssingar fyrir Ísland

Handknattleiksdeild er svo lánsöm að eiga mikið af ungu efnilegu og jafnvel góðu fólki sem hefur verið valið til keppni fyrir Íslands hönd á hinum ýmsustu mótum í sumar. Þau munu m.a. ferðast til Georgíu, Danmerkur, Þýskalands, Ungverjalands, Svíþjóðar og Makedóníu.
Við megum vera stolt af þessum góðu fulltrúum okkar sem vonandi bera hróður handknattleiksdeildar sem og Selfoss víða um heimsvöll.

Perla Ruth Albertsdóttir A-landslið-undankeppni EM í Danmörku og Tékklandi
Elvar Örn Jónsson U-21 landslið – HM í Alsír
Ída Bjarklind Magnúsdóttir U-19 landslið – Scandinavian Open Svíþjóð
Teitur Örn Einarsson U-19 landslið – HM í Georgíu
Örn Östenberg U-19 landslið – HM í Georgíu
Katla María Magnúsdóttir U-17 landslið – EM í Makedóníu
Guðjón Baldur Ómarsson U-17 landslið – Scandinavian Open Svíþjóð
Haukur Þrastarson U-17 landslið – Ólympíuleikar æskunnar í Ungverjalandi
Tryggvi Þórisson U-15 landslið – Æfingamót í Danmörku
Vilhelm Freyr Steindórsson U-15 landslið – Æfingamót í Danmörku
Reynir Freyr Sveinsson U-15 landslið – Æfingamót í Danmörku
Ísak Gústafsson U-15 landslið – Æfingamót í Danmörku

MM