Selfyssingar í fjórðungsúrslit

Selfyssingar í fjórðungsúrslit

Selfoss tryggði sig inn í fjórðungsúrslit í Coca Cola bikar HSÍ með torsóttum en öruggum sigri á Víkingum 21-24 í gær.

Liðin spiluðu góða vörn og var staðan í hálfleik 10-11. Munurinn aldrei meiri en tvö mörk en heldur dró í sundur með liðunum í seinni hálfleik þar sem Selfyssingar sigldu heim þriggja marka sigri.

Markahæstir voru Elvar Örn Jónsson 6, Einar Sverrisson 5, Hergeir Grímsson 4, Andri Már Sveinsson og Alexander Már Egan 2.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Elvar Örn var markahæstur.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/JÁE