Selfyssingar í úrslitum í tveimur flokkum

Selfyssingar í úrslitum í tveimur flokkum

Tveir yngri flokkar Selfoss leika til úrslita í Coca Cola bikar HSÍ í Laugardalshölllinni sunnudaginn 28. febrúar.

Strákarnir á yngra ári í 4. flokki mæta FH kl. 11:15 á sunnudag en þeir unnu öruggan sigur á Fram í undanúrslitum 19-28.

Stelpurnar í 3. flokki mæta Fram kl. 18:30 á sunnudag en þær unnu sannfærandi sigur á Fylki í undanúrslitum 25-19.

Því miður tókst strákunum í 2. flokki ekki að fylgja þeim í höllina en þeir urðu að lúta í lægra haldi fyrir Val í undanúrslitum 21-28.

Við hvetjum fólk til að fjölmenna í Laugardalshöllina og styðja Selfyssinga til sigurs.