Selfyssingar Íslandsmeistarar í 6. flokki

Selfyssingar Íslandsmeistarar í 6. flokki

Strákarnir á eldra ári í 6. flokki fóru með þrjú lið á Akureyri um seinustu helgi. Öll liðin léku frábærlega og urðu Selfoss 1 og Selfoss 2 deildarmeistarar. Í lok mótsins fengu Selfyssingar afhentan Íslandsmeistaratitillinn fyrir veturinn. Þeir höfðu talsverða yfirburði í vetur og fóru taplausir í gegnum Íslandsmótið.