Selfyssingar kaffærðir á heimavelli

Einar Sverrisson

Selfyssingar kaffærðir á heimavelli

Einar Sverrisson

Selfyssingar urðu að láta í minni pokann gegn Stjörnunni í Olísdeildinni þegar liðin mættust í Set höllinni í seinustu viku. Lokatölur á Selfossi 20-25, jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 11:11, eftir frábærar upphafsmínútur heimamanna.

Selfossliðið hóf leikinn af miklum krafti og virtist það ætla að sigla yfir gestina úr Garðabæ. Eftir stundarfjórðung hafði Selfoss skorað átta af fyrstu 11 mörkum leiksins. Stjörnumenn voru á öðru máli. Þeir sóttu í sig veðrið þegar á leið hálfleikinn og þegar hann var á enda var staðan orðin jöfn, 11:11. Stjarnan var með frumkvæði fyrstu 20 mínútur síðari hálfleiks. Síðustu tíu mínúturnar voru hins vegar eign gestanna sem sigldu fram úr og voru með þriggja til fimm marka forskot allt til enda.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 7/2, Hergeir Grímsson 4, Ísak Gústafsson 3, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Karolos Stropus 2 og Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 7/1 og Vilius Rasimas 1.

Næsti leikur hjá strákunum er seinni leikurinn gegn Jeruzalem Ormoz úti í Slóveníu.


Mynd: Einar Sverrisson var markahæstur í kvöld
Umf. Selfoss / SÁ