
29 mar Selfyssingar kallaðir á landsliðsæfingar

Selfyssingarnir Adam Sveinbjörnsson og Teitur Örn Einarsson eru í æfingahópur U-18 ára landsliðs karla sem kemur saman til æfinga helgina 8.-10. apríl nk. Þjálfarar eru Kristján Arason og Einar Guðmundsson.
Þrír Selfyssingar eru í æfingahóp U-14 ára landsliðs karla sem æfir á sama tíma undir stjórn Maksim Akbashev. Þetta eru þeir félagar Tryggvi Sigurberg Traustason, Tryggvi Þórisson og Vilhelm Freyr Steindórsson.