Selfyssingar mæta Gróttu eftir sigur á FH

Selfyssingar mæta Gróttu eftir sigur á FH

Selfoss sótti sanngjarnan sigur gegn FH í Kaplakrika í 16 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í handbolta í gær.

Selfoss var sterkari aðilinn í leiknum og unnu að lokum 28-24 eftir að hafa leitt í hálfleik 11-16. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var markahæst í liði Selfoss með átta mörk, en Carmen Palamariu skorað marki minna.

Í fjórðungsúrslitum tekur Selfoss á móti Íslandsmeisturum Gróttu í íþróttahúsi Vallaskóla miðvikudaginn 10. febrúar klukkan 19:30.

Carmen átti prýðisleik fyrir Selfoss