Selfyssingar mæta Víkingum

Selfyssingar mæta Víkingum

Í gær var dregið í 16 liða úrslit Coca-Cola bikars karla í handbolta og munu Selfyssingar sækja 1. deildarlið Víkings heim í Víkina í Fossvogi.

Aðrar viðureignirnar eru eftirfarandi:

ÍR – Afturelding

HK – Stjarnan

ÍBV2 – Haukar

Fjölnir 2 – Fram

HK2 – Grótta

Akureyri – FH

Akureyri 2 – Valur

Leikirnir fara fram 4. og 5. desember.