Selfyssingar með landsliðinu á EM í Póllandi

Selfyssingar með landsliðinu á EM í Póllandi

Íslenska unglingalandsliðið í handknattleik, U-18, tryggði sér í vikunni sæti á HM í Rússlandi á næsta ári. Þeir lentu í 9. sæti á Evrópumótinu sem fram fór í Póllandi, unnu 5 leiki gerðu eitt jafntefli og töpuðu aðeins einum leik.

Ísland hefur ekki átt lið á HM U-19 síðan 2009 þegar Selfyssingurinn Einar Guðmundsson, núverandi þjálfari, var með liðið sem vann silfurverðlaun í Túnis.

Fjallað var um mótið á vef HSÍ.

Selfyssingarnir Einar og Ómar Ingi Magnússon
Mynd: Umf. Selfoss/Einar Guðmundsson

Tags:
,