Selfyssingar safna liði

Selfyssingar safna liði

Stjórn handknattleiksdeildar hefur ekki setið auðum höndum í upphafi sumars og hafa endurnýjað samninga við fjölda leikmanna að undanförnu.

Frábærar handboltastelpur hafa heitið handknattleiksdeild Selfoss tryggð til ársins 2017. Þetta eru þær Thelma Sif, Hildur Øder, Dagmar Øder, Harpa, Heiða Björk og Margrét Katrín. Ótrúlega gaman að sjá hverja stelpuna á fætur annarri skrifa undir áframhaldandi samning við félagið. Þær hafa svo sannarlega trú á því sem er að gerast á Selfossi og við höfum svo sannarlega enn meiri trú á þeim.

Stórskyttan Sverrir Pálsson hefur einnig framlengt samning sinn við Selfoss til ársins 2017. Stefnt er að því að allir leikmenn Selfoss verði með undirritaðan samning fyrir haustið.

Þá hefur Eyþór Lárusson skrifað undir samning um þjálfun 2. og 3. flokks hjá Selfoss. Það er afskaplega ánægjulegt fyrir okkur að halda þessum sómapilti innan félagsins. Allir sem fylgst hafa með honum gera sér grein fyrir hæfileikum hans og ekki síður þeim metnaði til góðra verka sem hann býr yfir.

mm/gj

Myndatexti:

Stelpurnar skrifa undir hver af annarri.

Tags: