Selfyssingar unnu nýliðana

Selfyssingar unnu nýliðana

Selfyssingar tóku á móti HK í 3. umferð Olísdeildarinnar í Hleðsluhöllinni í kvöld, 29-25.

Selfyssingar byrjuðu fyrri hálfleik betur og voru tveimur til fjórum mörkum yfir fyrstu 20 mínúturnar. HK-ingar sýndu þá góðan kafla og náðu að jafna í 10-10 með auðveldum mörkum í autt mark Selfyssinga sem voru með brottvísun á sér. HK hélt áfram og náðu tveggja marka forystu fyrir lok fyrri hálfleiks, 12-14. 

Selfyssingar rifu sig í gang í seinni hálfleik og náðu fljótt að jafna leikinn og komast þremur mörkum yfir, 17-14, áður en HK náði að skora sitt fyrsta mark í seinni hálfleik. Selfyssingar héldu áfram tveggja til þriggja marka forskoti allan seinni hálfleik og HK náði aldrei að komast aftur inn í leikinn. Að lokum sigraði Selfoss með fjórum mörkum, 29-25. 

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 8, Hergeir Grímsson 6, Atli Ævar Ingólfsson 4, Árni Steinn Steinþórsson 4, Alexander Már Egan 4, Guðni Ingvarsson 1, Hannes Höskuldsson 1 og Nökkvi Dan Elliðason 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 15 (40%)

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is og Mbl.is.

Næstu leikur hjá strákunum er í Evrópukeppninni gegn Malmö þar ytra laugardaginn 5. október, nánari upplýsingar um Evrópuleikina koma er nær dregur. Stelpurnar taka hins vegar á móti Fylki nú á þriðjudaginn 1. október kl 19:30 í Hleðsluhöllinni.


Sölvi stóð sig frábærlega í marki Selfoss og var með 40% markvörslu.
Umf. Selfoss / JÁE