Sex Selfyssingar í æfingahópum HSÍ

Sex Selfyssingar í æfingahópum HSÍ

Alls eru sex leikmenn Selfoss í æfingahópum u-19 ára og u-21 árs landsliðum karla sem æfa seinustu vikuna í október.

Einar Guðmundsson landsliðsþjálfari u-19 ára landsliðs karla hefur valið Elvar Örn Jónsson, Hergeir Grímsson og Guðjón Ágústsson í hópinn. Hópurinn æfir helgina 31. október til 2. nóvember í Kaplakrika.

Gunnar Magnússon landsliðsþjálfari u-21 árs landsliðs karla hefur valið markmanninn Sölva Ólafsson, Daníel Arnar Róbertsson og Sverri Pálsson í hópinn. Æfingavika hópsins hefst 27. október.

Tags:
,