Sex Selfyssingar í Hæfileikamótun HSÍ

Sex Selfyssingar í Hæfileikamótun HSÍ

Sex Selfyssingar tóku þátt í Hæfileikamótun HSÍ sem fram fór um daginn, en þar æfa stelpur og strákar fædd 2008. Þetta voru þau Inga Dís Axelsdóttir, Brynhildur Ruth Sigurðardóttir, Jón Þórarinn Hreiðarsson, Hjálmar Vilhelm Rúnarsson, Viktor Snær Ármannsson og Eyþór Ingvarsson.

Æfingarnar fóru fram í Kaplakrika og yfirþjálfari Hæfileikamótunar er Jón Gunnlaugur Viggósson.


Mynd:
Aftari röð frá vinstri: Inga Dís Axelsdóttir. Jón Þórarinn Hreiðarsson. Hjálmar Vilhelm Rúnarsson. Viktor Snær Ármannson.
Fremri röð frá vinstri: Brynhildur Ruth Sigurðardóttir. Eyþór Ingvarsson.