Sigur á Hafnfirðingum

Sigur á Hafnfirðingum

Til að kóróna hátíðina unnu Selfyssingar sigur á ÍH í 1. deildinni. Það var lítið skorað í leiknum sem endaði 22-17 eftir að staðan í hálfleik var 10-7 fyrir heimamenn. Munaði mest um góðan kafla Selfoss í lok fyrri hálfleiks og upphafi þess síðari þegar við skoruðum sjö mörk í röð.

Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk. Hörður Másson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu 3 mörk hvor. Þá skoruðu Sverrir Pálsson, Andri Már Sveinsson og Magnús Már Magnússon 2 mörk hver og Andri Hrafn Hallsson, Matthías Örn Halldórsson og Örn Þrastarson 1 mark. Það var hins vegar aldursforsetinn Sebastian Alexandersson sem var maður leiksins með  22 varin skot.

Selfoss er í fínum málum í 3. sæti deildarinnar með sjö stig. Í næsta leik fer liðið norður yfir heiðar og etur kappi við Hamrana í KA heimilnu á Akureyri kl. 16 á laugardag.

Frábær umfjöllun um leikinn á Sunnlenska.is.

Mynd: Inga Heiða Heimisdóttir.

Tags: