Sigur á KA/Þór í Olís-deildinni

Sigur á KA/Þór í Olís-deildinni

Stelpurnar mættu KA/Þór á heimavelli í fyrsti leik sínum í Olís-deildinni í vetur. Það var nokkur skjálfti í Selfyssingum í upphafi en um miðjan fyrri hálfleik náðu þær frumkvæðinu í leiknum. Þær héldu því allt til leiksloka en tókst þó aldrei að slíta norðanstelpur frá sér. Eftir dramatískar lokamínútur þar sem Selfyssingar misnotuðu m.a. vítakast tókst þeim að verjast seinustu sókn Akureyringa og landa eins marks sigri 25-24 en staðan í hálfleik var 15-14 fyrir Selfoss.

Markahæstar í lið Selfoss voru Þuríður Guðjónsdóttir með 9 mörk og Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir með 7 mörk. Tinna Soffía Traustadóttir, Hildur Öder Einarsdóttir og Thelma Sif Kristjánsdóttir skoruðu einnig í leiknum. Áslaug Ýr Bragadóttir varði 16 skot í marki Selfyssinga.

Næsti leikur stelpnanna er gegn Valskonum í Vodafone höllinni laugardaginn 28. september klukkan 13:30.

Tags: