Sigur á móti HK – mikilvæg stig í hús

Sigur á móti HK – mikilvæg stig í hús

Það var hörku leikur í íþróttahúsi Vallaskóla í dag þegar stelpurnar í Selfoss tóku á móti HK. Það var fyrirfram vitað að um hörku leik yrði að ræða en fyrir þennan leik var HK með einu stigi meira í deildinni. Lítið var skorað fyrstu mínúturnar en staðan var t.d 3-3 eftir þrettán mínútur. HK leiddi mestan hluta fyrri hálfleiksins og voru mest með þriggja marka forskot. Selfoss náði þó aðeins að laga stöðuna fyrir hálfleik en staðan var 10 – 11 fyrir HK í hléi.

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn illa, hleypt gestunum aðeins fram úr sér og var þ.a.l að elta fyrri hluta hálfleiksins. Selfoss náði að jafna í stöðunni 19 – 19 og aftur í stöðunni 21 – 21 og komst svo tveimur mörkum yfir, 23 – 21 þegar skammt var til loka leiks. Á lokamínútunum var allt í járnum. HK átti síðustu sókn leiksins, fengu aukakast þegar leiktíminn var liðinn og hefðu getað jafnað en náðu ekki að skora. Lokatölur 23 -22 fyrir Selfoss og tvö gríðarlega mikilvæg stig í hús.

Leikurinn var aðeins kaflaskiptur og mikið um brottvísanir en dómarar leiksins voru við það að missa tökin á leiknum um miðjan seinni hálfleikinn. Má þar nefna að bekkur Selfoss fékk tvær mínútur auk eins leikmanns og svo fengu tveir leikmenn HK tvær mínútur og þeirra bekkur einnig. Þannig að tveir leikmenn Selfoss fengu að hvíla og þrír leikmenn HK á sama tíma.

Það er ljóst að Selfoss teflir fram gríðarlega efnilegur liði sem getur tekið stig af öllum liðunum í jafnri og skemmtilegri deild. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim í vetur og verður án efa áfram og er fólk hvatt til að mæta á pallana og hvetja sitt lið. Stuðningur úr stúkunni er á við aukamann.

Hrafnhildur Hanna var markahæst í Selfoss með tíu mörk, Kristrún Steinþórsdóttir með sjö, Kara Rúna með þrjú, Þuríður með tvö og Carmen Palamariu með eitt mark.

Áslaug varði sex skot í marki Selfoss og Katrín var með sjö varin.

Mynd: Selfoss fagnaði gríðarlega í leikslok

Tags: