Sigur gegn HK

Richar Sæþór

Sigur gegn HK

Richar Sæþór

Selfyssingar unnu öruggan sigur á HK í Olísdeild karla í Kórnum í kvöld. Þetta var fyrsti sigur strákanna síðan 28. september og því kærkominn.

Selfoss hafði frumkvæðið frá upphafi og náði þriggja marka forskoti á upphafsmínútunum. HK jafnaði 7-7 þegar rúmar tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum en þá tóku Selfyssingar aftur við sér og fóru með þriggja marka forskot inn í leikhléið, 9-12. Sigur Selfyssinga var í raun aldrei í hættu í seinni hálfleiknum. Þeir héldu HK-ingum í þægilegri fjarlægð og náðu mest sex marka forskoti. Lokatölur urðu 23-28.

Mörk Selfoss: Richard Sæþór Sigurðsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 6/3, Einar Sverrisson 5, Elvar Elí Hallgrímsson 3, Guðmundur Hólmar Helgason og Alexander Egan 2 og þeir Gunnar Flosi Grétarsson, Árni Steinn Steinþórsson og Ragnar Jóhannsson skoruðu allir 1 mark.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson varði 9/1 skot (39%) í marki Selfoss og Sölvi Ólafsson varði 6 skot (40%).

Selfoss er því áfram í 9. sæti deildarinnar með 4 stig. Næsti leikur hjá strákunum er á sunnudaginn í SET höllinni


Mynd: Richard var markahæstur í kvöld með 7 mörk. 
Umf. Selfoss / SÁ