Sigur gegn HK

Sigur gegn HK

Selfyssingar máttu hafa sig alla við þegar þeir höfðu betur gegn HK á útivelli í 1. deildinni á föstudag.

Leikmenn HK voru sterkari stóran hluta fyrri hálfleiks en Selfyssingar náðu að laga stöðuna undir lok hans og staðan í hálfleik 17-16 fyrir heimamönnum.

Selfyssingar jöfnuðu leikinn strax í upphafi seinni hálfleiks og eftir það var jafnt á flestum tölum. Þegar skammt var eftir af leiknum var staðan 30-30 en Selfyssingar reyndust sterkari á endasprettinum og lönduðu fjögurra marka sigri, 31-35.

Teitur Örn Einarsson átti stórleik í liði Selfyssinga og skoraði 15 mörk. Egidijus skoraði 6, Hergeir, Andri Már og Árni Guðm. 3, Örn 2 og Guðjón, Eyvindur Hrannar og Alexander Már 1.

Nánar er fjallað um leikinn á vefnum FimmEinn.is.

Selfyssingar eru áfram í þriðja sæti deildarinnar með átján stig og taka á móti félögum okkar í Mílan í lokaleik ársins í íþróttahúsi Vallaskóla og morgun, föstudag 11. desember, klukkan 19:30.

Teitur Örn fór mikinn í Kópavogi og setti hvorki fleiri né færri en 15 mörk.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE