Sigur gegn ÍH

Sigur gegn ÍH

Strákarnir í meistaraflokki karla spiluðu gegn ÍH á föstudagskvöldið. Selfyssingar byrjuðu betur og náðu forskoti strax, staðan eftir 14 mínútur var 6-4 fyrir Selfoss. ÍH jafnaði leikinn í 6-6 og eftir það var jafnt á öllum tölum fram að hálfleik, staðan 10-10. Fyrstu 15 mínúturnar í seinni hálfleik voru svo frekar slakar hjá báðum liðum, ágætis vörn sást en slakur sóknarleikur. Staðan eftir 45 mínútur var 13-12 Selfoss í vil. Selfyssingar voru svo mun sprækari á lokasprettinum og spiluðu ágætis sóknarbolta og vörnin hélt áfram að vera góð. Leikurinn endaði með sigri Selfoss 21-16.

Elvar Örn var markahæstur með 7 mörk, Jói Erlings var með 6 mörk, Guðjón 3, Hergeir 2 og Árni Geir, Daníel og Jói Snær skoruðu 1 mark hver. Sölvi stóð í markinu í fyrri hálfleik og Basti í seinni og báðir vörðu þeir vel.

Selfyssingar eru eftir þennan leik í 3. sæti fyrstu deildar með 8 stig eftir 6 leiki. Nú tekur við landsleikjapása og næsti leikur er ekki fyrr en 7. nóvember á heimavelli gegn Þrótti. Hvetjum alla til að mæta á þann leik og styðja strákana til sigurs.

Tags: