Sigur gegn KA í bikarnum

Sigur gegn KA í bikarnum

Selfyssingar gerðu góða ferð norður og unnu KA í 16-liða úrslitum Coca-Cola bikarsins 22-29. Stemmingin var mikil í KA-höllinni á Akureyri. Leikurinn var jafn fyrstu mínúturnar en Selfoss sigldi hægt og rólega fram úr og náði fljótt nokkurra marka forskoti í fyrri hálfleik, hálfleikstölur voru 16-12, Selfoss í vil. Strákarnir héldu ótrauðir áfram í seinni hálfleik og sigurinn var aldrei í hættu. Lokatölur voru 22-29.

Haukur Þrastarson var markahæstur Selfyssinga með 9 mörk, Árni Steinn Steinþórsson skoraði 6 og Einar Sverrisson var með 5 mörk. Atli Ævar Ingólfsson og Hergeir Grímsson voru báðir með 4 mörk, Teitur Örn Einarsson skoraði 1 mark.

Helgi Hlynsson varði 8 skot í marki Selfoss (41%) og Alexander Hrafnkelsson 2 skot (40%)

Selfoss er því komið áfram í 8-liða úrslit í Coca-Cola bikarnum.

Nánar er fjallað um leikinn á Mbl.is og RÚVLeikskýrslu má nálgast hér.
____________________________________________
Mynd: Haukur Þrastarson skoraði 9 mörk í kvöld.
Jóhannes Á. Eiríksson.