Sigur í fyrsta leik ársins

Sigur í fyrsta leik ársins

Stelpurnar vígðu Hleðsluhöllina í dag eftir tæpt fjögurra mánaða hlé vegna ákveðinna hluta með sigri. Selfoss mætti þar sameinuðu liði Fjölnis og Fylkis í þriðju umferð Grill 66 deildar kvenna. Stelpurnar unnu góðan sjö marka sigur 30-23.

Jafnt var á öllum tölum í upphafi leiks og var staðan 8-8 eftir um 15 mínútna leik. Selfyssingar áttu góðan kafla og bjuggu til þriggja marka forskot, 12-9 eftir 22 mínútna leik. Stelpurnar héldu þessum mun fram í hálfleik og var staðan þá 17-14. Selfoss byrjaði seinni hálfleik af krafti og voru komnar með sjö maraka forystu eftir fimm mínútur voru liðnar af seinni hálfleik, 22-15. Selfoss lét þetta forskot aldrei af hendi og komust mest níu mörkum yfir undir lok leiks. Frábær sigur Selfyssinga staðreynd, 30-23.

Mörk Selfoss: Tinna Sigurrós Traustadóttir 12, Lara Zidek 5, Agnes Sigurðardóttir 5,  Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 4, Ivana Raickovic 2, Kristín Una Hólmarsdóttir 1, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1. 

Varin skot: Lena Ósk Jónsdóttir 7 (23%).

Næsti leikur hjá stelpunum er eftir slétta viku í Víkinni gegn Víkingum. Leikurinn verður væntanlega sýndur á VíkingurTV, fylgist með á Facebooksíðu Selfoss handbolta fyrir nánari upplýsingar.


Mynd: Tinna var markahæst í dag með 12 mörk.
Guðmundur Karl / Sunnlenska.is