Sigur í fyrsta leik tímabilsins

Sigur í fyrsta leik tímabilsins

Selfoss lék sinn fyrsta leik í Olísdeild karla í vetur gegn ÍR í Austurbergi í gærkvöldi.  Leiknum lauk með sex marka sigri Selfoss, 30-24 (13-11).

Engri gestrisni var fyrir að fara í upphafi og áttu Breiðhyltingar frumkvæðið framanaf.  Um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 7-5 tók Patti leikhlé og brýndi sína menn.  Eftir það skoruðu strákarnir 5 mörk í röð og voru yfir í hálfleik 11-13.  Í seinni hálfleik fór munurinn aldrei undir 2 mörk og þegar á leið sigldu strákarnar fram úr og lönduðu að endingu sex marka sigri, 30-24.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 9, Árni Steinn Steinþórsson 5, Alexander Már Egan 5, Elvar Örn Jónsson 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 2, Pawel Kiepulski 1.

Varin skot: Pawel Kiepulski 6 og Helgi Hlynsson 4.

Næsti leikur strákanna fer fram á Akureyri mánudaginn 17. september og verður leikið gegn Akureyrir handboltafélag, fyrsti heimaleikur strákanna í deild verður svo gegn Aftureldingu 24. september.  Stelpurnar Hefja leik í Olísdeildinni þriðjudaginn 18. september gegn liði Fram í Hleðsluhöllinni, við hvetjum fólk til að fjölmenna á fyrsta heimaleik vetrarins.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is.

____________________________________________
Mynd: Liðið fagnar sigri ásamt stuðningsfólki
Umf. Selfoss / ÁÞG
Tags: