Sigur í Kórnum

Sigur í Kórnum

Stelpurnur kíktu í Kópavoginn í dag og sigruðu þar lið HK U með þremur mörkum, 23-26.

Selfoss byrjaði leikurinn mun betur og tóku fljótt yfirhöndina í leiknum, staðan í hálfleik var 9-15. Selfoss hélt uppteknum hætti í byrjun seinni hálfleiks og náðu mest 9 marka mun í 9-18. Eftir það gáfu stelpurnar aðeins eftir og gáfu færi á sér. HK-stúlkur nýttu sér það og náðu að saxa á forskotið þrátt fyrir að sigur Selfyssinga væri aldrei í hættu. Lokatölur 23-26.

Mörk Selfoss: Hulda Dís Þrastardóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 6, Rakel Guðjónsdóttir 4, Tinna Sigurrós Traustadóttir 3, Katla Björg Ómarsdóttir 3, Agnes Sigurðardóttir 2, Elín Krista Sigurðardóttir 1, Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 1.

Varin skot: Henriette Østergaard 13 (43%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is.

Næsti leikur hjá stelpunum er gegn ÍBV U í Hleðsluhöllinni, föstudagskvöldið 31. október kl 18, við hvetjum alla Selfyssinga til að fjölmenna þá. Strákarnir eiga útileik gegn Aftureldingu á fimmtudagskvöldið kl 19.30.


Katla María var markahæst ásamt  Huldu Dís með 6 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE