Sigur í Safamýrinni

Sigur í Safamýrinni

Ungmennalið Selfoss gerði góða ferð í Safamýrina og náði í tvö stig með frábærum sigri á Fram U í Grill 66 deild karla, 27-31.

Selfyssingar byrjuðu leikinn af krafti og komust fljótt í fimm marka forystu. Fram náði að saxa a forskotið og munaði aðeins þremur mörkum í hálfleik, 13-16. Fram byrjaði seinni hálfleik betur og naðu fljótt að jafna leikinn í 20-20. Við tók kafli þar sem jafnræði var á með liðunum en Selfyssingar voru sterkari undir lokin og sigruðu að loka með fjórum mörkum, 27-31.

Mörk Selfoss: Tryggvi Þórisson 8, Guðjón Baldur Ómarsson 7/3, Ísak Gústafsson 5, Gunnar Flosi Grétarsson 4, Andri Dagur Ófeigsson 4, Arnór Logi Hákonarson 3, 

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 13 (33%)

Næsti leikur hjá U-liðinu er heimaleikur gegn Fjölni, miðvikudaginn 4. október. Stelpurnar fara hins vegar í heimsókn í Safamýrina á morgun og mæta Fram U í Grill 66 deild kvenna.


Mynd: Tryggvi Þórisson var atkvæðamestur í liði Selfoss U
Umf. Selfoss / ESÓ