Sigur í troðfullu húsi

Sigur í troðfullu húsi

Selfyssingar sigruðu FH með tveimur mörkum, 36-34 eftir framlengingu í fyrsta leik í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta. Leikurinn var í járnum framan af en FH-ingar sigu fram úr og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 14-17, FH náði síðan fimm marka forskoti í byrjun seinni hálfleiks. En þá hrukku Selfyssingar í gang með Einar Sverrisson í fararboddi og unnu upp forskot FH, Haukur Þrastarson jafnaði svo 28-28 á lokamínútunni og því þurfti að framlengja.

Fram­leng­ing­in var í járn­um þar til tvær mín­út­ur voru eft­ir að FH tapaði bolt­an­um. Þessi litlu mis­tök urðu til þess að Sel­foss komst tveim­ur mörk­um yfir en á loka­sek­únd­un­um voru þeir vínrauðu skref­inu á und­an og Teitur Örn Einarsson skoraði þá síðasta markið þegar þrjár sekúndur voru eftir. 

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 11(5), Haukur Þrastarson 6, Atli Ævar Ingólfsson 6, Teitur Örn Einarsson 5, Elvar Örn Jónsson 4, Hergeir Grímsson 4, Guðni Ingvarsson 1, Árni Steinn Steinþórsson 1.

Varin skot: Sölvi Ólafsson 7 (33%) og Helgi Hlynsson 4 (18%) 

Leikur tvö í undanúrslitaeinvíginu verður í Kaplakrika næstkomandi laugardag kl. 17:30. Boðið verður uppá sætaferðir á leikinn og er skráning á Facebook.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

25. apríl 2018

Posted by Selfoss Handbolti on 25. apríl 2018

____________________________________________
Mynd: Einar Sverrisson átti stórleik og skoraði 11 mörk.
Umf. Selfoss / JÁE