Sigurgangan endaði í Safamýrinni

Sigurgangan endaði í Safamýrinni

Strákarnir töpuðu í hörku leik fyrir Fram í Olísdeildinni í Safamýri í kvöld, 27-25.

Frá fyrstu mínútu var ljóst að mikil barátta yrði um stigin tvö og stóðu bæði lið vörnina mjög vel.  Jafnt var á öllum tölum þar til Selfoss dró sig aðeins fram úr og voru fyrri til að ná tveggja marka forystu, 4-6 á þrettándu mínútu.  Fram svaraði strax og áfram var jafnt á öllum tölum fram í hálfleik þar sem staðan var 12-12.  Seinni hálfleikur spilaðist svipað af stað, jafnræði með liðum og Selfyssingar náðu frumkvæðinu og Fram svaraði með áhlaupi.  Að þessu sinni sigldu heimamenn fram úr Selfyssingum og héldu frumkvæðinu út þennan spennuleik þar sem munurinn var aldrei meiri en tvö mörk.  Lokatölur 27-25.

Mörk Selfoss: Atli Ævar Ingólfsson 5, Sveinn Aron Sveinsson 5/2, Einar Sverrisson 4, Ragnar Jóhannsson 3, Tryggvi Þórisson 3, Guðmundur Hólmar Helgason 3, Hergeir Grímsson 1, Nökkvi Dan Elliðason 1.

Varin skot: Vilius Rasimas 11 (29%).

Næsti leikur hjá strákunum er á föstudaginn kl. 19:30 þegar þeir heimsækja Hauka og verður leikurinn í beinni á Stöð 2 sport.


Mynd: Einar Sverrisson var öflugur á báðum endum vallarins í kvöld, skoraði 4 mörk og á átti 6 sköpuð færi.
Umf. Selfoss / Sigurður Ástgeirsson