Sigurliðið sigraði Softballmótið

Sigurliðið sigraði Softballmótið

Sigurliðið sigraði Softballmót Selfoss sem haldið var laugardaginn s.l. Þetta var annað árið sem mótið var haldið og heppnaðist það mjög vel. Leikið var í fjórum riðlum, síðan léku efstu tvö lið hvers riðils í hefðbundinni útsláttarkeppni. Að lokum var það Sigurliðið sem hafði betur gegn liðinu Sverri Páls. Þeir fengu að launum gjafabréf í Kaffi Krús. Landslið örvhentra sigraði svo lið GP Dildo & co í leik um bronsið. 2. og 3. sæti  fengu vinninga í boði Hamborgarabúllu Tómasar og Pylsuvagnsins.

Að softballmótinu loknu var haldið hið árlega bjórkvöld. Einar Þorvarðar hóf kvöldið með áhugavert erindi um stöðu íslenska landsliðsins o.fl. Verðlaun voru afhent fyrir softballmótið og þar var m.a. úrvalslið áhugaverðra leikmanna valið ásamt búningaverðlaunum og elsti markaskorarinn verðlaunaður. Einnig var boðið upp á pílukastkeppni þar sem veglegir vinningar voru í boði frá TRS, Hótel Íslands og Fjöruborðsins.

Sigurvegarar 

1. sæti: Sigurliðið
2. sæti: Sverrir Pálsson
3. sæti: Landslið örvhentra

Elsti markaskorarinn: Kristinn Þorkelsson

Búningaverðlaun: Coolbet skátarnir

Úrvalslið áhugaverðra leikmanna:

Hjörtur Leó Guðjónsson
Kalli Larsen
Sólrun Sigurðardóttir
Ramunas Mikalonis

Pílukastkeppni

1. sæti: Viðar Ingólfsson
2. sæti: Brad Egan
3. sæti: Tómas Steindórsson

Kvöldið var vel heppnað og yfir 100 manns sem sóttu það. Það er klárt að þessi handboltadagur er kominn til að vera!


Mynd: Sigurliðið var sigurvegari softballsmóts Selfoss 2019. F.v. Vilhelm Freyr, Pálmar, Tryggvi Þóris (neðri röð) Tryggvi Sigurberg, Reynir Freyr
Umf. Selfoss / Árni Þór