Sjö marka tap í Suðurlandsslagnum

Sjö marka tap í Suðurlandsslagnum

Selfoss lá fyrir Eyjamönnum í Suðurlandsslagnum í dag með sjö mörkum, 29-36.

Þetta var fyrsti leikur Einars Sverrissonar í Hleðsluhöllinni í langan tíma en hann var ekki lengi inná Einar fékk rautt spjald í byrjun leiks. Jafnræði var á með liðunum fyrstu 19 mínúturnar, þá skoruðu Eyjamenn þrjú mörk í röð og breyttu stöðunni úr 11-11 í 11-14. Staðan í hálfleik var 16-20.

ÍBV komu sterkari til leiks í seinni hálfleik og skoruðu sjö mörk á móti þremur mörkum Selfoss og var staðan því orðin 19-27. Selfyssingar náðu aldrei að komast inn í leikinn og ÍBV fór með sjö marka sigur, 29-36.

Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 10/3, Atli Ævar Ingólfsson 6, Guðni Ingvarsson 4, Alexander Már Egan 3, Ísak Gústafsson 2, Einar Sverrisson 1, Tryggvi Þórisson 1, Hannes Höskuldsson 1, Magnús Öder Einarsson 1

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 7 (26%) og Sölvi Ólafsson 1 (9%)

Nánar er fjallað um leikinn á Vísir.is.

Selfoss er því í 5. sæti deildarinnar með 19 stig. Strákarnir fara í bikarverkefni á miðvikudaginn þar sem þeir mæta Stjörnunni í Garðabænum. Næsti leikur í deildinni er eftir viku gegn KA fyrir norðan. Við hvetjum alla Selfyssinga til að bruna norður, ef færðin er góð.

Haukur Þrastarson var markahæstur eins og svo oft áður.
Umf. Selfoss / JÁE