Skellur gegn Haukum

Skellur gegn Haukum

Strákarnir töpuðu stórt gegn Haukum á Ásvöllum í kvöld með níu mörkum, 31-22.

Leikurinn var jafn framan af en þegar um 10 mínútur voru eftir af fyrri hálfleik stungu Haukarnir af og leiddu með sex mörkum í hálfleik, 16-10. Selfyssingar höfðu fá svör í seinni hálfleik og Haukar náðu að lokum níu marka sigri.

Mörk Selfoss: Markahæstur Selfyssinga var  Ragnar Jóhannsson með 8/2 mörk, Einar Sverrisson skoraði 4/3 og þeir Gunnar Flosi Grétarsson, Ísak Gústafsson og Hergeir Grímsson voru allir með 2 mörk hver, Karolis Stropus, Elvar Elí Hallgrímsson, Richard Sæþór Sigurðsson og Alexander Egan skoruðu allir 1 mark hver.

Varin skot: Vilius Rasimas varði 7/1 skot í markinu (21%) og Sölvi Ólafsson varði 1 skot (14%).

Næsti leikur er gegn Aftureldingu hér heima sunnudaginn næstkomandi.


Mynd: Ragnar Jóhannsson var markahæstur með 8 mörk
Umf. Selfoss / SÁ