Skellur gegn toppliðinu

Skellur gegn toppliðinu

Selfyssingar hófu leik í Olísdeild kvenna í gær eftir jólafrí. Stelpurnar mættu toppliði Vals að Hlíðarenda og töpuðu þar stórt, 30-14. Valskonur höfðu forystu frá fyrstu mínútur og voru hálfleikstölu 13-7 fyrir Val, áfram héldu þær í seinni hálfleik og sáu stelpurnar aldrei til sólar.

Góðu fréttirnar eru hins vegar að Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir er komin aftur á völlinn, en hún spilaði með liðinu í fyrsta skipti eftir hún sleit krossband í mars í fyrra.

 

Perla Ruth Albertsdóttir var markahæst Selfyssinga með 4 mörk, Ída Bjarklind Magnúsdóttir skoraði 3, Hrafnhildur Hanna, Hulda Dís Þrastardóttir og Harpa Sólveig Brynjarsdóttir skoruðu allar 2 mörk og Agnes Sigurðardóttir var með 1 mark.

Viviann Petersen varði 8 skot í markinu (30%) og Áslaug Ýr Bragadóttir 3 skot (20%).

Selfoss er áfram í 6. sæti deildarinnar með fimm stig. Stelpurnar fá stutt frí því næsti leikur þeirra er heimaleikur gegn Gróttu á þriðjudag kl 19:30. Leikurinn er gríðarlega mikilvægur enda eru liðin í harðri baráttu í botni deildarinnar og munar aðeins einu stigi á liðunum.


Mynd: Hrafnhildur Hanna er mætt aftur á völlinn eftir meiðsli og skoraði 2 mörk í leiknum. UMFS/JÁE