Skellur í Mýrinni

Skellur í Mýrinni

Selfoss steinlá í kvöld á móti Stjörnunni, 34-21.  Strákarnir eru því fallnir úr leik í Coca-Cola bikarnum í ár.

Stjarnan skoraði fyrstu tvö mörkin en Selfyssingar náðu að jafna í 3-3 og 4-4. Eftir það náðu heimamenn úr Garðabænum frumkvæðinu og við tók langur kafli þar sem ekkert gekk upp hjá Selfyssingum en flest skot Stjörnumanna enduðu í netinu.  Staðan í hálfleik 16-8.

Seinni hálfleikur virtist ætla að fara af stað eins og sá fyrri endaði, en jafnvægi komst fljótlega á leikinn.  Selfyssingar náðu nokkrum stoppum í vörninni og fengu nokkur mörk upp úr því.  Það breytti því ekki að í hvert skipti sem Selfyssingar fengu tækifæri til að minnka muninn vildi boltinn ekki inn.  Stórsigur Stjörnunnar staðreynd, 34-21.

Mörk Selfoss: Magnús Öder Einarsson 3, Daníel Karl Gunnarsson 3, Haukur Þrastarson 3/1, Alexander Már Egan 3, Atli Ævar Ingólfsson 2, Guðni Ingvarsson 2, Einar Sverrisson 2, Hannes Höskuldsson 1, Hergeir Grímsson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.

Varin skot: Alexander Hrafnkelsson 6 (26%), Einar Baldvin Baldvinsson 3 (16%)

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlennska.is

Næsti leikur stákanna er á laugardaginn gegn KA fyrir norðan. Við hvetjum alla Selfyssinga til að bruna norður, en spáin er góð fyrir helgina.  Stelpurnar eiga svo leik gegn Fjölni á sunnudaginn í Dalhúsum kl. 16:00, Selfyssingar fjölmenna líka í Grafarvoginn.