Skellur í Suðurlandsslagnum

Skellur í Suðurlandsslagnum

Selfoss tapaði örugglega í Suðurlandsslagnum í dag þegar liðið mætti ÍBV í Eyjum, 32-25, en þetta var fyrsta tap Selfyssinga í Eyjum frá því liðið kom upp í Olísdeildina fyrir 6 árum.

Eyjamenn tóku strax frumkvæðið í byrjun leiks og náðu mest fjögurra marka forskoti, 13-9, eftir um 20 mínútna leik.  Selfyssingar áttu góðan kafla undir lok fyrri hálfleiks og minnkuðu muninn niður í eitt mark í hálfleik, 15-14. Jafnræði var með liðunum fyrstu mínútur seinni hálfleiks, Eyjamenn gáfu hins vegar í og náðu fljótt fimm marka forskoti. Selfoss gerði nokkrar atlögur að því að minnka muninn en höfðu ekki erindi sem erfiði og niðurstaðan sjö marka tap, 32-25.

Mörk Selfoss: Einar Sverrisson var markahæstur Selfyssinga með 9/6 mörk. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði 6 og Árni Steinn Steinþórsson 3, þeir Hergeir Grímsson og Tryggvi Þórisson skoruðu 2 mörk hvor og þeir Elvar Elí Hallgrímsson, Karolis Stropus og Richard Sæþór Sigurðsson skoruðu allir 1 mark hver.

Varin skot: Sölvi Ólafsson varði 9 skot (36%) og Vilius Rasimas varði 3 skot (16%). 

Selfoss er áfram í 8. sæti deildarinnar með 6 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Gróttu á heimavelli fimmtudaginn næstkomandi.


Mynd: Einar Sverrisson var markahæstur í dag með 9 mörk
Umf. Selfoss / SÁ