Skemmtilegt Krónu-mót á Selfossi

Skemmtilegt Krónu-mót á Selfossi

Krónu-mótið fyrir strákana á yngra ári í 5. flokki var haldið á Selfossi um helgina. Selfoss sendi þrjú lið til leiks. Lið 1 vann alla sína leiki, lið 2 endaði í öðru sæti eftir grátlegt tap í úrslitaleik með einu marki og lið 3 voru strákar úr 6. flokki sem spiluðu upp fyrir sig á mótinu og stóðu sig frábærlega þrátt fyrir að hafa ekki unnið til verðlauna í þetta sinn.

Flottar myndir frá Jóhannesi Ásgeiri Eiríkssyni má finna á fésbókinni