Skref fram á við í 3. flokki

Skref fram á við í 3. flokki

3. flokkur karla mætti Val á Hlíðarenda i gær og var leikurinn að miklu leyti jákvæður fyrir okkar menn. Sóknarleikurinn er að taka stórstígum framförum og fór svo að lokum að jafntefli varð niðurstaðan 33-33 eftir að Selfossi hafi leitt á lokamínútunum.

Selfoss byrjaði leikinn hins vegar illa. Liðið lenti 5-1 undir. Eftir það var munurinn á bilinu 2-4 mörk heimamönnum í vil nær allan hálfleikinn. Selfoss náði að fara með þokkalega stöðu inn í hálfleik (18-16) ef tekið er mið af því hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðaist og geta þakkað sókninni það.

Í seinni hálfleik lék Selfoss mun betur. Liðið jafnaði snemma í síðari hálfleik og var komið með forskotið þegar rúmar 10 mínútur voru eftir. Náði Valur þá að komast aftur yfir en Selfoss svaraði og var á undan seinustu mínúturnar. Lokasekúndurnar voru dramatískar en Selfoss komst yfir þegar rúmar 30 sekúndur voru eftir. Valur fór í sókn og endaði leikurinn með því að þeir skoruðu jöfnunarmark eftir fríkast þegar 2 sekúndur voru eftir.

Frábært var að sjá sóknarleik Selfyssinga, sérstaklega þegar  mest á reyndi, en þar fundu leikmenn frábærar lausnir og voru leikmenn óhræddir og sóttu til sigurs. Það er stórt skref áfram og verður svoleiðis vonandi áfram. Varnarleikurinn er áfram eitthvað sem vinna þarf í en ljóst er að liðið mun vinna fáa leiki með þessum varnarleik.