Sólveig Ása til Selfoss

Sólveig Ása til Selfoss

Hin unga og efnilega Sólveig Ása Brynjarsdóttir hefur samið við handknattleiksdeild Selfoss. Sólveig, sem er vinstri skytta, kemur frá Fjölni þar sem hún er uppalin. Handknattleiksdeild Selfoss er ánægð með að Sólveig skuli taka slaginn með Selfoss í Grill 66 deildinni í vetur.


Mynd: Umf. Selfoss / ÁÞG