Stelpurnar hefja leik heima en strákarnir úti

Stelpurnar hefja leik heima en strákarnir úti

Mótanefnd HSÍ hefur gefið út frumdrög af úrvalsdeildum karla og kvenna fyrir komandi keppnistímabil.

Strákarnir okkar ríða á vaðið fimmtudaginn 8. september á útivelli gegn Aftureldingu og viku síðar sækja þeir Valsmenn heim. Fyrsti heimaleikur er mánudaginn 19. september þegar strákarnir taka á móti Íslandsmeisturum Hauka.

Stelpurnar okkar hefja hins vegar leik á heimavelli gegn Fram laugardaginn 10. september og sækja Íslandsmeistara Gróttu heim viku síðar.

Tags: