Stelpurnar öruggar í Olísdeildinna að ári

Stelpurnar öruggar í Olísdeildinna að ári

Stelpurnar tryggðu sér í gær sæti í Olísdeildinni að ári eftir sigur á Gróttu, 26-21. Selfoss er nú öruggt í 6.sæti deildarinnar, sem er jafnframt besti árangur kvennaliðs á Selfossi frá upphafi (sjá árangur kvennaliðsins í gegnum tíðina).

Mikið var í húfi fyrir leik enda voru bæði lið að berjast í neðri hluta deildarinnar. Stelpurnar byrjuðu vel og héldu forystu í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 13-9. Grótta mætti af krafti í síðari hálfleik og náði að komast yfir 17-18 þegar um 12 mínútur voru til leiksloka. Þá hrukku Selfyssingar heldur betur í gang og unnu síðustu mínútur leiksins með 10-2 kafla og lokatölur 26-21.

 

Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 6, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 5/1, Arna Kristín Einarsdóttir 4, Perla Ruth Albertsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Kristrún Steinþórsdóttir 3, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1, Hulda Dís Þrastardóttir 1.

Varin skot: Viviann Petersen 13 (38%)

Eftir leikinn er Selfoss búið að tryggja sér sæti í Olísdeildinni að ári og lendir í 6.sæti deildarinnar. Næsti leikur hjá stelpunum er gegn Fjölni miðvikudaginn 14.mars.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is, Mbl.is og Vísir.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

 
____________________________________________
Mynd: Hrafnhildur Hanna var markahæst í gær með 6 mörk.
Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.