Stelpurnar spiluðu við Færeyinga – Olísdeildin hefst á laugardag

Stelpurnar spiluðu við Færeyinga – Olísdeildin hefst á laugardag

Stelpurnar okkar tóku á móti Vági Bóltfelag frá Færeyjum í skemmtilegum æfingaleik í Vallaskóla á föstudag. VB eru deildarmeistarar í Færeyjum og með flott lið sem m.a. skartar tveimur sterkum leikmönnum frá Litháen og góðum serbneskum markmanni. Selfoss er einnig með flott lið og áttu stelpurnar okkar góðan leik sem skilaði sigri 27-24.

Þetta var síðasti leikur undirbúningstímabilsins en Olísdeildin hefst á laugardag.

Stelpurnar hlakkar til að hefja keppni í Olísdeildinni.
Mynd: Umf. Selfoss/Magnús Matthíasson