Stelpurnar stóðu í Stjörnunni

Stelpurnar stóðu í Stjörnunni

Selfoss sótti Stjörnuna heim í áttundu umferð Olísdeildarinnar á laugardag. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í fjórða og fimmta sæti deildarinnar og því mikið í húfi fyrir bæði lið. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en sundur dró með liðunum í síðari hálfleik og vann Stjarnan leikinn 29-20.

Stelpurnar okkar hófu leikinn af krafti bæði í vörn og sókn ásamt því að Katrín Ósk átti stórleik í markinu. Um miðjan fyrri hálfleik var staðan 5-8 fyrir okkar stelpur en í hálfleik var staðan jöfn 11-11.

Sama spennan hélt áfram í upphafi seinni hálfleiks og var jafnt á öllum tölum upp í 14-14. Þá kom góður kafli hjá Stjörnunni sem komst í 20-15 um miðjan seinni hálfleik. Stjörnustelpur juku forskot sitt jafnt og þétt og sigruðu að lokum með níu mörkum 29-20.

Hrafnhildur Hanna var markahæst með 8 mörk, Thelma Sif skoraði 4 mörk, Þuríður, Carmen og Margrét Katrín skoruðu 2 mörk og Kristrún og Perla Ruth skoruðu sitt markið hvor. Eins og áður sagði stóð Katrín Ósk í marki Selfyssinga og átti góðan leik.

Að loknum átta umferðum er Selfoss í 6. sæti Olísdeildarinnar með sjö stig. Næsti leikur liðsins í deildinni er gegn Gróttu á heimavelli laugardaginn 15. nóvember kl. 14:00.

Fjallað var um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Katrín Ósk Magnúsdóttir átti góðan leik í marki Selfoss.
Mynd. Umf. Selfoss/Inga Heiða Heimisdóttir