Stelpurnar stóðu í ströngu

Stelpurnar stóðu í ströngu

Selfyssingar léku í gær gegn Fjölni í Olís-deild kvenna. Úr varð mikill spennuleikur sem endaði með jafntefli 17-17 í Grafarvoginum.

Harpa Sólveig Brynjarsdóttir var markahæst með 6 mörk, Perla Ruth Albertsdóttir skoraði 5, Kristrún Steinþórsdóttir 2 og Hulda Dís Þrastardóttir, Ída Bjarklind Magnúsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir og Katla María Magnúsdóttir allar 1 mark. Viviann Petersen varði 11 skot.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Að loknum tveimur umferðum er Selfoss með þrjú stig og tekur á móti ÍBV laugdardaginn 23. september.

 


Harpa Sólveig var markahæst í Grafarvoginum.
Ljósmynd: Umf. Selfoss/JÁE