
06 feb Stelpurnar stóðu sig

Þriðja 7. flokks mót vetrarins fór fram í Kórnum í Kópavogi um seinustu helgi. Selfoss skvísurnar stóðu sig frábærlega jafnt innan vallar sem utan. Það gekk á ýmsu eins og sést á Thelmu og Tinnu sem þurftu að kæla bæði hönd og fót eftir leik.
Frábærar stelpur sem eiga framtíðina fyrir sér í handboltanum.
Myndirnar eru frá Guðfinnu Tryggvadóttur og Tinnu Ósk Björnsdóttur.