Stelpurnar töpuðu í síðasta leik

Stelpurnar töpuðu í síðasta leik

Selfoss tapaði 32-27 þegar stúlkurnar mættu Stjörnunni í Garðabæ á laugardaginn. 

Hálfleikstölur voru 14-12.

Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 8, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 7, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Elva Rún Óskarsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 2, Kristrún Steinþórsdóttir 1, Arna Kristín Einarsdóttir 1, Harpa Sólveig Brynjarsdóttir 1, Sólveig Erla Oddsdóttir 1, Sigríður Lilja Sigurðardóttir 1. 

Varin skot: Viviann Petersen 15 (31%).

Þetta var síðasti leikur liðsins í Olísdeild kvenna í vetur. Stelpurnar eru nú komnar í langt sumarfrí þar til Olísdeildin hefst að nýju í september.

Nánar er fjallað um leikinn á Sunnlenska.is. Leikskýrslu má nálgast hér.

____________________________________________
Mynd: Perla Ruth var markahæst með 8 mörk.
Umf. Selfoss / Jóhannes Á. Eiríksson.