Stelpurnar úr leik í bikarnum

Stelpurnar úr leik í bikarnum

Selfoss er úr leik í bikarkeppninni þetta árið eftir 30-28 tap gegn Haukum í gærkvöldi. Haukar lögðu grunn að sigrinum á fyrstu 20 mínútum leiksins en þá var staðan orðin 14-4 fyrir heimaliðið. Okkar stelpur virtust ekki hefja leikinn á sama tíma og voru hreinlega yfirspilaðar í upphafi leiksins. Þær áttu hins vegar eftir að vakna og sýna hvers þær eru megnugar.

Þessi slæma byrjun stelpnanna í leiknum gerði það að verkum að þær voru að elta allan leikinn. Hins vegar var margt jákvætt í leik liðsins síðustu 40 mínútur leiksins. Í stað þess að gefast upp sýndu stelpurnar mikinn karakter, bættu í og sýndu að þær standa alveg jafnfætis þessu Haukaliði. Þrátt fyrir hetjulega mótspyrnu og 8 marka viðsnúning þá dugði það því miður ekki til.

Það er einnig gaman að segja frá því að Carmen spilaði loksins aftur eftir erfið meiðsli og stóð sig mjög vel. Hún ásamt fjórum stelpum sem eru fæddar 1997 snéru leiknum við að þessu sinni og það var ekki að því að spyrja að hinar fylgdu í kjölfarið. Framtíðin er svo sannarlega okkar.

Carmen var markahæst með 10 mörk, Hanna skoraði 6, Dagmar, Elena og Kara 3, Thelma Sif 2 og Hildur 1 mark. Áslaug varði 8 skot í markinu (24%) og Katrín varði 4 skot, þar af eitt víti (43%).

Mynd: Sport.is/Eyjólfur Garðarsson

Tags: