Sterkir árgangar í handbolta

Sterkir árgangar í handbolta

Krakkarnir í 6. flokki gerðu það gott í fyrstu umferð Íslandsmótsins sem haldin var á dögunum og skipuðu sér í fremstu röð. Stelpuliðið á eldra ári, fæddar 2009 urðu í þriðja sæti og drengirnir úr sama árgangi í öðru sæti í efstu deild. Krakkarnir á yngra ári, fædd 2010 gerðu enn betur og unnu báðir hóparnir efstu deild. Alls sendi Selfoss átta lið til keppni og stóðu allir iðkendur sig með prýði utan vallar sem innan.

eg

Á myndunum með fréttinni eru krakkarnir á yngra ári með gullverðlaunin sín.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss