Stjarnan sneri á Selfyssinga

Stjarnan sneri á Selfyssinga

Það var stórleikur í fyrstu umferð 1. deild karla þegar Selfoss sótti Stjörnuna heim í Garðabæ síðastliðinn föstudag en liðunum er spáð toppsætum deildarinnar.

Strákarnir okkar hófu leikinn af krafti og komumst í 1-4 áður en heimamenn sneru taflinu við og skoruðu sjö mörk gegn einu marki Selfyssinga. Sá munur hélst til hálfleiks þar sem Stjarnan leiddi 14-10. Í síðari hálfleik var Stjarnan ívið sterkari og vann að lokum sex marka sigur 33-27.

Nánar er fjallað um leikinn á vef Sunnlenska.is.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með 7 mörk, Hergeir Grímsson skoraði 6, Guðjón Ágústsson 3, Andri Már Sveinsson, Teitur Örn Einarsson og Árni Guðmundsson 2 mörk hver og Árni Hilmarsson, Magnús Einarsson, Jóhann Erlingsson, Eyvindur Gunnarsson og Alexander Egan 1 mark hver.

Næsti leikur er einnig á útivelli gegn KR föstudaginn 25. september kl. 20:30.

Elvar Örn var markahæstur Selfyssinga.

 

Tags: