Stjórn handknattleiksdeildar endurkjörin

Stjórn handknattleiksdeildar endurkjörin

Aðalfundur handknattleiksdeildar Selfoss fór fram fyrir viku þar sem ný stjórn var kjörin en hún er að mestu óbreytt frá fyrra ári enda skilað afar góðu starfi á árinu. Þá voru þrír góðir félagar sæmdir silfurmerki félagsins þ.e. þeir Grímur Hergeirsson, Ólafur Ragnarsson og Jón Birgir Guðmundsson.

Á mynd með frétt eru f.v. Grímur, Ólafur og Jóndi.
Á mynd fyrir neðan er nýkjörin stjórn deildarinnar. Efri röð Atli Kristinsson, Jón Birgir og Gunnar Jón Yngvarsson. Neðri röð f.v. Magnús Gíslason, Magnús Matthíasson og Þorsteinn Rúnar Ásgeirsson.
Ljósmyndir: Umf. Selfoss/Gissur